Öll hernaðarstarfsemi á Gasa leggist af

Gideon Saar ávarpar utanríkismálaráð Evrópusambandsins í Brussel 24. febrúar.
Gideon Saar ávarpar utanríkismálaráð Evrópusambandsins í Brussel 24. febrúar. AFP/John Thys

Ísraelski utanríkisráðherrann Gideon Saar tilkynnti í dag að ríkið krefðist þess að öll hernaðarstarfsemi á Gasasvæðinu legðist af, auk þess sem Hamas-samtökin yfirgæfu svæðið, ætti næsti liður vopnahléssamkomulagsins við Palestínu síðan í janúar að taka gildi.

„Samkomulag um lið tvö er ekki komið á. Við krefjumst algjörrar stöðvunar hernaðarvirkni á Gasa, brotthvarfs Hamas og íslamska Jihad-hópsins [herskás hóps súnní-múslima, Palestine Islamic Jihad, PIJ] og þess að fá gíslana okkar til baka. Samþykki þeir það getur samkomulagið tekið gildi á morgun,“ sagði ráðherra á blaðamannafundi í Jerúsalem í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert