Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann sé reiðubúinn til að undirrita samning við bandarísk stjórnvöld sem veitir þeim aðgang að jarðefnum á landsvæði Úkraínu hvenær sem er. Þá segist hann tilbúinn til að vinna með Trump til að koma á varanlegum friði í Úkraínu.
Frá þessu greinir hann í færslu á X.
„Ég vil ítreka skuldbindingu Úkraínu til friðar. Ekkert okkar vill endalaust stríð. Úkraína er tilbúin að koma að samningaborðinu til að koma á varanlegum friði. Enginn vill frið meira en Úkraínumenn. Við erum tilbúin að vinna undir sterkri forystu Trumps forseta til að koma á varanlegum friði,“ skrifar hann í færslunni.
Segist hann tilbúinn til að vinna hörðum höndum á því að binda enda á stríðið. Fyrstu skrefin gætu verið að sleppa föngum og banna loftárásir en að Rússar verði að gera slíkt hið sama.
„Síðan viljum við vinna hratt í gegnum öll næstu skref og vinna með Bandaríkjunum að því að ná sterkum lokasamningi,“ skrifar hann.
Þá fer hann yfir fundinn sem Trump og Selenskí áttu í Hvíta húsinu síðasta föstudag þar sem leiðtogarnir tveir tókust á og endaði Trump á því að vísa Selenskí á dyr.
„Fundurinn í Hvíta húsinu gekk ekki eins og hann átti að gera. Það er leitt að þetta skuli hafa farið svona. Það er kominn tími til að laga hlutina. Við viljum að samstarf okkar og samskipti verði uppbyggileg í framtíðinni.“
I would like to reiterate Ukraine’s commitment to peace.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 4, 2025
None of us wants an endless war. Ukraine is ready to come to the negotiating table as soon as possible to bring lasting peace closer. Nobody wants peace more than Ukrainians. My team and I stand ready to work under…
Fréttin hefur verið uppfærð