Setja fram plan um „endurhervæðingu Evrópu“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, hef­ur sett fram fimm ára plan til að safna sam­tals 800 millj­örðum evra til að verja í varn­ir fyr­ir Evr­ópu og aðstoða við aðkallandi hernaðaraðstoð við Úkraínu eft­ir að Banda­rík­in gerðu hlé á allri hernaðaraðstoð við Úkraínu.

    „Nýtt tíma­bil er runnið upp,“ sagði von der Leyen í bréfi til leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ríkja þar sem hún kynnti planið.

    Til­kynnt var um það í gær að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefði gert hlé á allri hernaðaraðstoð til Úkraínu, en með því stöðvast all­ur flutn­ing­ur her­gagna frá Banda­ríkj­un­um til Úkraínu. Allt frá inn­rás Rússa inn í Úkraínu fyr­ir þrem­ur árum hafa Banda­ríkja­menn verið helstu stuðnings­menn Úkraínu­manna. 

    Þessi aðgerð Trumps kem­ur í kjöl­far viðræðna hans við Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, í Hvíta hús­inu þar sem upp úr sauð og endaði með því að Trump vísaði Selenskí á dyr.

    Sagði von der Leyen jafn­framt að Evr­ópa stæði nú frammi fyr­ir ógn sem ekk­ert þeirra hefði upp­lifað á sín­um full­orðins­ár­um.

    End­ur­her­væðing Evr­ópu

    Planið, sem geng­ur und­ir heit­inu End­ur­her­væðing Evr­ópu (e. Re­Arm Europe), geng­ur út á að Evr­ópu­sam­bands­ríki verji ná­lægt 800 millj­örðum evra, eða sem nem­ur 121.300 millj­örðum ís­lenskra króna, í auk­in varnar­út­gjöld.

    Fyrsti hluti plans­ins geng­ur út á að auka aðhald ríkj­anna í rík­is­fjár­mál­um þannig að þau geti aukið út­gjöld til varn­ar­mála.

    Sagði von der Leyen að þessi aðgerð myndi leiða til þess að rík­in gætu bætt veru­lega í á varnar­út­gjalda­hliðinni án þess að það myndi leiða til mik­ils halla­rekst­urs.

    150 millj­arða evra lánalína 

    Næsta skref er svo 150 millj­arða evra lánalína til aðild­ar­ríkj­anna til að verja í varn­ar­mála­fjár­fest­ing­ar.

    Sagði hún að planið gengi út á að verja fjár­mun­um bet­ur og að verja þeim sam­an. Sagði hún að með þessu gætu Evr­ópu­sam­bands­rík­in aukið stuðning sinn við Úkraínu gríðarlega.

    Þriðja skrefið er svo að rík­in myndu samþykkja að nota meira af fjár­mun­um Evr­ópu­sam­bands­ins í fjár­fest­ing­ar í varn­ar­mál­um.   

    Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, kynnir plan sambandsins …
    Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, kynn­ir plan sam­bands­ins um mikla aukn­ingu út­gjalda til varn­ar­mála. AFP/​Nicolas Tucat
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert