Trump hótar að svipta skóla opinberum styrkjum

Donald Trump hótar skólum þurrð opinberra styrkja leyfi þeir „ólögmæt …
Donald Trump hótar skólum þurrð opinberra styrkja leyfi þeir „ólögmæt mótmæli“. AFP/Jim Watson

Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu að hann hygðist stöðva greiðslur opinberra styrkja til skóla sem láta „ólögmæt mótmæli“ lýðast í sínum ranni.

Kallar AFP-fréttastofan tilkynningu forseta „nýjustu hótun hans um að stöðva opinberar greiðslur til menntakerfis landsins“ og rifjar svo upp fyrri hótanir hans um að svipta menntastofnanir á háskólastigi styrkjum vegna þeirrar yfirlýsingar þeirra um kyn og kynþætti sem í því fælist að leyfa trans íþróttafólki að keppa undir merkjum kvennaliða sinna, eða ef þær krefjist skyldubundinnar kórónuveirubólusetningar nemenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert