Trump mun tilkynna um undirritun samningsins í kvöld

Trump fór úthúðaði Selenskí á fundinum á föstudag.
Trump fór úthúðaði Selenskí á fundinum á föstudag. AFP/Saul Loeb

Allt lítur út fyrir að bandarísk og úkraínsk stjórnvöld undirriti samkomulag sem tryggi Bandaríkjamönnum aðgengi að jarðefnum á landsvæði Úkraínu á næstu dögum.

Til stóð að undirrita samninginn síðastliðinn föstudag en fundurinn fór ekki eftir áætlun og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseti Volodimír Selenskí Úkraínuforseta vera að leika sér með þriðju heimsstyrjöldina. Endaði fundurinn svo að Selenskí var vísað á dyr. 

Frá þessu greinir fréttastofan Reuters en hún hefur eftir heimildamönnum sínum að Trump muni tilkynna um undirritun samningsins í ræðu sinni á Bandaríkjaþingi í kvöld. 

Selenskí sagði í dag að hann væri reiðubúinn til undirritunar samningsins hvenær sem er og að hann væri tilbúinn til að vinna með Trump til að koma á varanlegum friði í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert