Trump setur á tolla: Kína og Kanada bregðast við

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mikið talað fyrir tollum til að …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mikið talað fyrir tollum til að bæta efnahagsstöðu Bandaríkjanna og flytja framleiðslu aftur heim. Fjölmargir hagfræðingar efast þó um ágæti þeirrar ráðstöfunar og benda á að tollar eru tollur sem leggst á innflutningsaðilann og skilar sér í hærra verði til neytenda. AFP/Jim Watson

Á miðnætti að bandarískum tíma tóku í gildi þeir tollar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði hótað gegn Kína, Kanada og Mexíkó. Er um að ræða flata 25% tolla á flestar vörur gegn Mexíkó og Kanada, en gegn Kína er um að ræða 20% toll, en það er 10 prósentustiga hærri tollur en Trump hafði áður talað um gegn Kína.  

Kanada og Kína hafa þegar brugðist við og sett tolla á valda vöruflokka og hótar Kanada að setja á mun umfangsmeiri tolla innan þriggja vikna láti Bandaríkin ekki af tollastefnunni. Má því segja að tollastríð sé skollið á milli ríkjanna, en Kína, Kanada og Mexíkó eru þrjú helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna.

Ljóst er að tollarnir munu leggjast á vöruinnflutning frá Kanada og Mexíkó sem í dag nemur 918 milljörðum Bandaríkjadala.

Bandaríkin hafa skellt á 25% tollum á flest allar vörur …
Bandaríkin hafa skellt á 25% tollum á flest allar vörur frá Kanada og Mexíkó og 20% toll á vörur frá Kína. Hingað til hafa Kanada og Kína svarað með móttollum á ýmsar bandarískar vörur. AFP/Andrej Ivanov

Hafði áður frestað tollunum

Trump hafði áður kynnt 25% tolla á vör­ur frá Kan­ada og Mexí­kó þar sem hann sagði þjóðirn­ar ekki gera nóg til að koma í veg fyr­ir ólög­leg­an inn­flutn­ing fólks og fíkni­efna til Banda­ríkj­anna.

Í byrj­un síðasta mánaðar ákvað hann að fresta gildis­töku þeirra um 30 daga. Sum­ir höfðu bundið von­ir við það að þjóðunum myndi tak­ast að semja um ákveðin atriði á þess­um tíma til að koma í veg fyr­ir tolla­stríð en í gær til­kynnti Trump að toll­arn­ir tækju gildi á miðnætti.

Sagði hann á blaðamanna­fundi í Hvíta hús­inu að það væri „ekk­ert rými eft­ir“ fyr­ir þjóðirn­ar til að koma í veg fyr­ir toll­ana. „Það sem þeir þurfa að gera er að byggja bíla­verk­smiðjur sín­ar og hrein­lega annað í Banda­ríkj­un­um, og í því til­felli eru þeir ekki með neina tolla,“ sagði Trump.

Víða í Kanada hafa verslanir sérstaklega merkt að vörur séu …
Víða í Kanada hafa verslanir sérstaklega merkt að vörur séu frá Kanada til að augljóst sé að þær séu ekki frá Bandaríkjunum. AFP/Katherine Ky Cheng

Hærri tollar á Kína en áður var áformað

Trump hefur þó gefið í skyn að innflutningur á olíu frá Kanada verði undanþeginn tollunum, en Kanada selur mikið af hráolíu til olíuhreinsistöðva í Bandaríkjunum, sérstaklega í Miðvesturríkjunum.

Trump til­kynnti einnig að hann myndi setja á 20% tolla á vör­ur frá Kína en áður hafði hann sagt að tollarnir yrðu 10%.

Kína og Kanada bregðast strax við

Stjórnvöld í Kanada og Kína hafa þegar brugðist við tollunum líkt og í síðasta mánuði. Kína segist ætla ða leggja á tolla á stóran hluta landbúnaðarvara. Þannig yrði 15% tollur á kjúkling, hveiti, maískorn og bómull og auka 10% ofan á það á sojabaunir, svínakjöt, nautakjöt, sjávarafurðir, ávexti, grænmeti og mjólkurafurðir.

Justin Trudeau, forseti Kanada, sagði að strax yrði brugðist við með 25% tollum á vöruinnflutning frá Bandaríkjunum sem nemur um 20,7 milljörðum Bandaríkjadala. Eru þeir tollar nánar miðaðir á ákveðna vöruflokka en flati tollurinn sem Trump setti á. Þannig verður 25% tollur á bjór, vín, viskí, heimilistæki og appelsínur frá Flórída. Hefur Trudeau einnig hótað því að við bætist tollar á vörur sem nú eru fluttar inn fyrir 86 milljarða Bandaríkjadali ef Trump falli ekki frá tollastefnunni innan þriggja vikna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert