Úr góðu starfi í gæsluvarðhald

Sprengjudeild lögreglunnar í Stokkhólmi kannar vettvang sprengjutilræðis í Sundbyberg í …
Sprengjudeild lögreglunnar í Stokkhólmi kannar vettvang sprengjutilræðis í Sundbyberg í febrúar í fyrra. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

Rúm­lega fer­tug kona sit­ur í gæslu­v­arðhaldi að kröfu lög­regl­unn­ar í Stokk­hólmi í Svíþjóð, grunuð um fram­kvæmd tveggja sprengju­til­ræða þar í þeirri of­beld­is­bylgju sem viðsjár milli glæpa­gengja þar í borg­inni og ná­grenni henn­ar hafa haft í för með sér síðustu miss­eri.

Saga grunuðu er ólík þeim sem al­geng­ast­ar hafa verið og snú­ast um tán­ings­pilta með stjörn­ur í aug­um sem sænska lög­regl­an seg­ir bíða í röðum eft­ir stöðum leigu­morðingja og sprengju­til­ræðismanna hjá gengj­um á borð við Foxtrot-veldi „kúr­díska refs­ins“ Rawa Maj­id.

Sú sem sit­ur bak við lás og slá starfaði áður hjá sænsku ör­ygg­is­fyr­ir­tæki og naut þar rúm­lega 700.000 sænskra króna í árs­laun, jafn­v­irði rúmra níu millj­óna ís­lenskra, eft­ir því sem sænska rík­is­út­varpið SVT grein­ir frá í út­tekt sinni á þrem­ur þeirra rúm­lega 30 sem nú sitja í gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um aðild að 22 af 60 sprengju­til­ræðum í Stokk­hólmi og ná­grenni mánuðina des­em­ber til fe­brú­ar.

70 pró­sent 15 til 19 ára

Hinir tveir falla inn­an töl­fræðinn­ar og eru dreng­ir á ung­lings­aldri. Kon­an fram­an­greinda tók þátt í fjár­svik­um og hlaut dóm fyr­ir pen­ingaþvott. Missti hún þar með starf sitt hjá ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­inu og valdi ör­laga­ríka leið til að afla sér tekna – að vinna skít­verk­in fyr­ir glæpa­gengi sem troða illsak­ir við önn­ur glæpa­gengi og Morg­un­blaðið og mbl.is hafa ít­rekað fjallað um síðustu ár.

„Táningurinn og öryggiskonan“ eins og tvö þriggja grunuðu, sem SVT …
„Tán­ing­ur­inn og ör­ygg­is­kon­an“ eins og tvö þriggja grunuðu, sem SVT fjall­ar sér­stak­lega um, kall­ast í um­fjöll­un rík­is­út­varps­ins sænska. Skjá­skot/Ú​ttekt SVT

„Þegar litið er til þess­ar­ar of­beldisaðferðar er þetta nokk­ur fjöldi [sem lög­regla hef­ur hand­tekið],“ seg­ir Sven Gran­ath, af­brota­fræðing­ur og rann­sak­andi við Há­skól­ann í Stokk­hólmi, við SVT, „jafn­vel þótt um sé að ræða hand­tök­ur í tengsl­um við inn­an við helm­ing brot­anna verður að segj­ast að það er tölu­vert meira en verið hefði fyr­ir ára­tug,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Um 70 pró­sent þeirra rúm­lega 30, sem sitja í haldi, eru á aldr­in­um 15 til 19 ára, flest karl­menn, en fimm kon­ur eru þó í hópn­um.

Viss­ir sam­eig­in­leg­ir þætt­ir

„Miðað við þær rann­sókn­ir sem nú standa yfir eru góðar lík­ur á að við mun­um hand­taka fleiri á næst­unni og fá gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði yfir þeim,“ seg­ir Max Åkerwall, aðstoðarlög­reglu­stjóri í suðurum­dæmi sænsku lög­regl­unn­ar, við SVT, en yfir helm­ing­ur þeirra, sem nú sitja inni, hafa hlotið refsi­dóma áður, þriðjung­ur hef­ur sætt vist­un í úrræði fyr­ir ung­linga á ref­il­stig­um.

„Maður sér vissa sam­eig­in­lega þætti hjá þeim sem eiga sér lengri af­brota­fer­il,“ seg­ir Gran­ath, „al­mennt er það á þeirra aldri sem upp kemst um brot og fólk hlýt­ur mesta at­hygli [kerf­is­ins] fyr­ir al­var­leg af­brot auk þess sem menn eiga sér oft­ast fer­il fyrri af­brota, hafa verið ákærðir og verið skjól­stæðing­ar fé­lags­lega kerf­is­ins,“ bæt­ir af­brota­fræðing­ur­inn við.

SVT

SVT-II (með dýnamit-farm í spor­vagni)

Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert