Áfram samdráttur í sölu á Teslum eftir ummæli Musk

Elon Musk sagði að AfD væri eini flokkurinn í Þýskalandi …
Elon Musk sagði að AfD væri eini flokkurinn í Þýskalandi sem gæti bjargað landinu. AFP

Ann­an mánuðinn í röð hef­ur dregið úr sölu á Tesla-bif­reiðum í Þýskalandi sam­kvæmt op­in­ber­um sölu­töl­um sem hafa verið birt­ar þar í landi. Þetta ger­ist eft­ir að Elon Musk, for­stjóri Tesla, lýsti yfir stuðningi við þýska öfga­hægri­flokk­inn AfD fyr­ir þýsku þing­kosn­ing­arn­ar.

Sam­kvæmt skýrslu þýsku sam­göngu­stof­unn­ar KBA voru aðeins 1.429 Tesl­ur ný­skráðar í fe­brú­ar. Sam­drátt­ur á árs­grund­velli nam 76%.

Sala á Tesl­um hafði dregið sam­an um 60% í janú­ar í kjöl­far um­mæla Musk. Sé horft til sölutalna á Tesl­um fyrstu tvo mánuði þessa árs mæl­ist sam­drátt­ur­inn 70%.

Teslur sjást hér gerðar tilbúnar til flutnings við verksmiðjum fyrirtækisins …
Tesl­ur sjást hér gerðar til­bún­ar til flutn­ings við verk­smiðjum fyr­ir­tæk­is­ins í Grün­heide. AFP

AfD vann sig­ur í þing­kosn­ing­un­um sem fóru fram í Þýskalandi 23. fe­brú­ar en flokk­ur­inn hlaut tæp­lega 21% at­kvæða.

Musk lét m.a. þau um­mæli falla á sam­fé­lags­miðlin­um X að AfD væri eini flokk­ur­inn sem gæti bjargað Þýskalandi.

Þrátt fyr­ir að AfD hafi átt góðu gengi að fagna í kosn­ing­un­um þá hafa aðrir flokk­ar á þýska þing­inu neitað að starfa með flokkn­um, sem er lengst til hægri á hinum póli­tíska ás.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert