Áfram samdráttur í sölu á Teslum eftir ummæli Musk

Elon Musk sagði að AfD væri eini flokkurinn í Þýskalandi …
Elon Musk sagði að AfD væri eini flokkurinn í Þýskalandi sem gæti bjargað landinu. AFP

Annan mánuðinn í röð hefur dregið úr sölu á Tesla-bifreiðum í Þýskalandi samkvæmt opinberum sölutölum sem hafa verið birtar þar í landi. Þetta gerist eftir að Elon Musk, forstjóri Tesla, lýsti yfir stuðningi við þýska öfgahægriflokkinn AfD fyrir þýsku þingkosningarnar.

Samkvæmt skýrslu þýsku samgöngustofunnar KBA voru aðeins 1.429 Teslur nýskráðar í febrúar. Samdráttur á ársgrundvelli nam 76%.

Sala á Teslum hafði dregið saman um 60% í janúar í kjölfar ummæla Musk. Sé horft til sölutalna á Teslum fyrstu tvo mánuði þessa árs mælist samdrátturinn 70%.

Teslur sjást hér gerðar tilbúnar til flutnings við verksmiðjum fyrirtækisins …
Teslur sjást hér gerðar tilbúnar til flutnings við verksmiðjum fyrirtækisins í Grünheide. AFP

AfD vann sigur í þingkosningunum sem fóru fram í Þýskalandi 23. febrúar en flokkurinn hlaut tæplega 21% atkvæða.

Musk lét m.a. þau ummæli falla á samfélagsmiðlinum X að AfD væri eini flokkurinn sem gæti bjargað Þýskalandi.

Þrátt fyrir að AfD hafi átt góðu gengi að fagna í kosningunum þá hafa aðrir flokkar á þýska þinginu neitað að starfa með flokknum, sem er lengst til hægri á hinum pólitíska ás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert