Bandaríkin ræða beint við Hamas

Karlonie Leavitt ræddi við blaðamenn í dag.
Karlonie Leavitt ræddi við blaðamenn í dag. AFP/Mandel Ngan

Bandarísk stjórnvöld eru í beinum samskiptum við hryðjuverkasamtökin Hamas um lausn gísla frá Gasa. Þetta staðfestir Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa haft það að meginreglu að eiga ekki í beinum samskiptum við hópa sem þau skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Leavitt segir að rætt hafi verið við stjórnvöld í Ísrael áður en haft var samband við Hamas. 

Hafa tveir formlegir fundir átt sér stað auk annarra samskipta. Er verið að ræða lausn gísla auk samnings sem gæti bundið enda á stríðið. Í fréttum bandarískra miðla er greint frá því að engin langtímalausn sé í sjónmáli í viðræðunum.

Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að 59 gíslar séu enn í haldi Hamas og að 24 þeirra séu talin enn á lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert