Hæstiréttur klofnaði og ákvörðun Trumps dæmd ógild

Tilskipunin er sú fyrsta sem er tekin fyrir hjá Hæstarétt …
Tilskipunin er sú fyrsta sem er tekin fyrir hjá Hæstarétt Bandaríkjanna. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna ógildi ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjárhagslegur stuðningur, upp á tvo milljarða bandaríkjadala, við erlendar hjálparstofnanir yrði frystur í dag. 

Ákvörðunin var ein af fjölmörgum forsetatilskipunum Trumps sem hann undirritaði fyrstu daga sína í embætti en þetta er sú fyrsta sem er tekin fyrir hjá hæstarétti.

Sagði Trump á þeim tíma að aðgerðin samrýmdist ekki markmiðum hans í utanríkismálum. 

Rétturinn klofnaði í málinu og var ákvörðunin dæmd ógild með minnsta mögulega meirihluta eða fimm atkvæðum á móti fjórum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert