Íhuga sameiginlega heimsókn til Washington

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands og Emmanuel Macron …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti íhugar nú að sækja Washington-borg heim ásamt Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, í von um að liðka fyrir samskiptum til að binda enda á innrásarstríð Rússa.

„Það er til skoðunar hvort að Macron forseti geti hugsanlega farið aftur til Washington, með Selenskí forseta og enska starfsbróður hans,“ segir Sophie Primas, talsmaður franskra stjórnvalda, og vísar þar til Keir Starmers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert