Rússar líta jákvæðum augum á yfirlýsingu Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, um að Úkraínumenn séu reiðubúnir að ganga að samningaborðinu.
Þetta segir Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, við fjölmiðla en Selenskí sagði í bréfi sem hann sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta að hann væri tilbúinn til að vinna með Trump á að koma á varanlegum friði í Úkraínu.
Peskov leggur þó áherslu á að óljóst sé hvernig samningaviðræður myndu ganga fyrir sig þar sem Úkraína hefur sett bann við samningaviðræðum við Rússa. Þar vísar hann til úkraínskar skipunar frá árinu 2022 sem útilokuðu samningaviðræður við Vladimír Pútin Rússlandsforseta.