Rússnesk stjórnvöld hafa nú lokið við að gefa út rússnesk vegabréf fyrir Úkraínumenn sem búa á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu.
Úkraínsk stjórnvöld saka Rússa um ólöglega tilraun til að breyta ímynd úkraínska landsvæðisins og afmá þjóðareinkenni þess.
Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hefur Kreml þrýst á þá sem búa í suður- og austurhluta landsins að taka upp rússneskt ríkisfang.
Þeir sem neita hafa mátt þola refsingar, svo sem að rússnesk stjórnvöld takmarki ferðir þeirra og geri þeim erfitt að frá alls kyns opinbera þjónustu, svo sem frá heilbrigðis- og menntakerfinu sem rússnesk stjórnvöld hafa komið upp.
Þeir Úkraínumenn sem hlýða ekki fyrirskipunum rússneskra stjórnvalda, og taka ekki við rússnesku vegabréfunum, verða skilgreindir sem erlendir ríkisborgarar, af Rússum, í heimalandi sínu.
Vladimír Kólokóltsev, innanríkisráðherra Rússlands, sagði að búið væri að afhenda alls 3,5 milljónir vegabréfa.