Trump ætlar í stríð gegn mexíkóskum fíkniefnagengjum

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar hér þingið í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar hér þingið í gær. AFP/Andrew Harnik

Donald Trump Bandaríkjaforseti lofaði því í gær að hann myndi fara í stríð gegn mexíkóskum fíkniefnagengjum. Þá sakaði hann gengin um það að vera ógn við þjóðaröryggi. Þetta sagði Trump í ávarpi á þinginu, en þetta var fyrsta ávarp Trump á þinginu frá embættistöku hans í janúar. 

Ummælin koma í kjölfar þess að Trump lagði 25% tolla á vörur sem innfluttar eru til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Trump segir tollana nauðsynlega í ljósi þess að Mexíkó hefur ekki náð að stemma stigu við innflutningi fentanýls yfir landamærin til Bandaríkjanna. 

„Það landsvæði sem er sunnan við okkur er nú stjórnað að fullu af glæpasamtökum sem að myrða, pynta og nauðga. Þessi glæpasamtök hafa fullt vald á þjóðinni og eru því mikil ógn við okkar þjóðaröryggi,“ sagði Trump á þinginu í gær.

Trump hefur sakað Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, um það að vera í bandalagi við mexíkósku fíkniefnahringina. Sheinbaum hefur sagt þetta vera dylgjur og að allar aðgerðir Bandaríkjamann til þess að stemma stigu við gengjunum þurfi að vera í samráði við mexíkósk stjórnvöld, hún muni ekki sætta sig við inngrip í fullveldi þjóðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert