Allir með nema Orban á neyðarfundi

Selenskí og Orban á fundinum í dag.
Selenskí og Orban á fundinum í dag. AFP

Victor Orban forsætisráðherra Ungverjalands ákvað að vera ekki með í sameiginlegri yfirlýsingu evrópskra leiðtoga um óskoraðan stuðning við Úkraínu. Þetta kom fram í kvöld eftir að neyðarfundi leiðtoga í Brussel lauk.

Ekki stóð þó á leiðtogum hinna 26 ríkjanna að undirrita yfirlýsinguna sem miðar að því að stíga sameiginleg skref í varnarmálum álfunnar samhliða því að lýsa yfir óskoruðum stuðningi við Úkraínu.

Um er að ræða fimm skrefa áætlun sem miðar m.a. að því að heimila aukið svigrúm ríkja til að veita fé í varnarmál, þróa sameiginleg loft- og eldflaugarvarnarkerfi, deila iðnaðarupplýsingum um varnarmál og að efla varnarsamstarf við lykilbandamenn á borð við Bandaríkin, Bretland og NATO.

Þó að Orban hafi ekki viljað undirrita yfirlýsinguna þykir afstaða hans ekki koma á óvart þar sem Ungverjar hafa fylgt núverandi Bandaríkjastjórn í málefnum Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert