Annar unglingspiltanna lést

Horft yfir Fruängen í suðurhluta sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þar sem …
Horft yfir Fruängen í suðurhluta sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þar sem tveir unglingspiltar særðust alvarlega í skotárás á sunnudaginn. Lést annar þeirra af sárum sínum í gær. Ljósmynd/Wikipedia.org/Johan Stigholt

Ann­ar ung­lings­pilt­anna, sem urðu fyr­ir skotárás við Fruängen-torgið í Suður-Stokk­hólmi í Svíþjóð á sunnu­dags­kvöldið, er lát­inn af sár­um sín­um. Frá þessu grein­ir sak­sókn­ara­embætti borg­ar­inn­ar. Líðan hins er stöðug eins og er, en eins og mbl.is greindi frá á mánu­dag­inn voru sár beggja drengj­anna lífs­hættu­leg.

Aðfaranótt mánu­dags greindi lög­regl­an í Stokk­hólmi frá því að hún hefði hand­tekið þriðja pilt­inn og bar sá skot­vopn und­ir buxn­a­streng sín­um. Var sá úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald í morg­un við Héraðsdóm Södertörn og ligg­ur nú, eft­ir því sem Ingrid Vik­lund sak­sókn­ari grein­ir frá í frétta­til­kynn­ingu, und­ir grun um mann­dráp og til­raun til mann­dráps.

SVT

SVT-II (íbú­ar í ná­grenn­inu felmtri slegn­ir)

Dagens Nyheter

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert