Annar unglingspiltanna lést

Horft yfir Fruängen í suðurhluta sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þar sem …
Horft yfir Fruängen í suðurhluta sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þar sem tveir unglingspiltar særðust alvarlega í skotárás á sunnudaginn. Lést annar þeirra af sárum sínum í gær. Ljósmynd/Wikipedia.org/Johan Stigholt

Annar unglingspiltanna, sem urðu fyrir skotárás við Fruängen-torgið í Suður-Stokkhólmi í Svíþjóð á sunnudagskvöldið, er látinn af sárum sínum. Frá þessu greinir saksóknaraembætti borgarinnar. Líðan hins er stöðug eins og er, en eins og mbl.is greindi frá á mánudaginn voru sár beggja drengjanna lífshættuleg.

Aðfaranótt mánudags greindi lögreglan í Stokkhólmi frá því að hún hefði handtekið þriðja piltinn og bar sá skotvopn undir buxnastreng sínum. Var sá úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun við Héraðsdóm Södertörn og liggur nú, eftir því sem Ingrid Viklund saksóknari greinir frá í fréttatilkynningu, undir grun um manndráp og tilraun til manndráps.

SVT

SVT-II (íbúar í nágrenninu felmtri slegnir)

Dagens Nyheter

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert