Danski pósturinn hættir að bera út bréf

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Danski pósturinn mun á næsta ári hætta að bera út bréf og mun samhliða segja upp um þriðjungi starfsfólks, samtals 1.500 manns.

„Við lok þessa árs mun PostNord bera út sitt síðasta bréf,“ segir í tilkynningu frá PostNord, sem er í sameiginlegri eigu Danmerkur og Svíþjóðar.

Tekið er fram að þetta sé gert vegna stafvæðingar sem leitt hafi af sér 90% fækkun bréfa frá aldamótum.

Breytt umhverfi

PostNord er ekki lengur skyldugt til að bera út póst um allt landið eftir að löggjöf á síðasta ári jók frelsi á póstmarkaði.

Margar póstþjónustur eiga í erfiðleikum sökum stafvæðingarinnar. Deutsche Post tilkynnti einnig í dag að 8.000 störf yrðu skorin niður þar.

Fjölmiðlanefnd Bretlands hefur þá lagt til að Royal Mail beri aðeins út póst fimm eða þrjá daga vikunnar, sem sparað gæti stofnuninni hundruð milljóna punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert