Miðbærinn hefur verið rýmdur í hollensku borginni Arnhem vegna eldsvoða og hafa allt að 80 íbúar verði fluttir í neyðarskýli að sögn yfirvalda í Arnhem.
„Lögreglan hefur fjarlægt margt fólk i úr byggingum en við getum ekki sagt til um hvort öllum hafi verið bjargað því við komust ekki inn,“ segir Rene Bierman, yfirmaður slökkviliðsins í Arnhem, í samtali við hollenska ríkisútvarpið.
Íbúar hafa verið hvattir til að loka hurðum og gluggum vegna ótta um asbest en talið er á milli átta til tíu sögulegar byggingar hafi eyðilagst í eldinum sem kom upp klukkan 4 í nótt að staðartíma.
Eldurinn, sem kom upp í verslunargötunni Jansstraat, breiddist hratt út í nærliggjandi byggingar en á bilinu 150-200 slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í að ráða niðurlögum eldsins.
Around 150 firefighters are currently fighting a fire in the historic city center of Arnhem, The Netherlands. The blaze has spread to ~10 buildings with 10 shops and 25 apartments. Evacuations are underway and there have been no reports of casualties so far. #Arnhem🔥#Arnhem… pic.twitter.com/ZpDZ46L3xN
— MOHAMMAD AHSAN🎗️ (@MOHAMMAD_AARSH) March 6, 2025