Mikill eldur í miðbæ Arnhem

Slökkviliðsmenn að störfum í hollensku borginni Arnhem.
Slökkviliðsmenn að störfum í hollensku borginni Arnhem. AFP

Miðbærinn hefur verið rýmdur í hollensku borginni Arnhem vegna eldsvoða og hafa allt að 80 íbúar verði fluttir í neyðarskýli að sögn yfirvalda í Arnhem.

„Lögreglan hefur fjarlægt margt fólk i úr byggingum en við getum ekki sagt til um hvort öllum hafi verið bjargað því við komust ekki inn,“ segir Rene Bierman, yfirmaður slökkviliðsins í Arnhem, í samtali við hollenska ríkisútvarpið.

Íbúar hafa verið hvattir til að loka hurðum og gluggum vegna ótta um asbest en talið er á milli átta til tíu sögulegar byggingar hafi eyðilagst í eldinum sem kom upp klukkan 4 í nótt að staðartíma.

Eldurinn, sem kom upp í verslunargötunni Jansstraat, breiddist hratt út í nærliggjandi byggingar en á bilinu 150-200 slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í að ráða niðurlögum eldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert