Þrjár vikur á sjúkrahúsi en ástandið stöðugt

Læknar segja ómögulegt að segja til um það hvernig ástand …
Læknar segja ómögulegt að segja til um það hvernig ástand páfans muni þróast, þó það sé stöðugt núna. AFP/Tiziana Fabi

Ástand Frans páfa er stöðugt en hann hefur verið á sjúkrahúsi í þrjár vikur vegna lungnabólgu.

Á mánudaginn lenti páfinn í önd­un­ar­færa­vanda­mál­um tvisvar sinnum og átti erfitt með anda vegna slíms í öndunarveginum.

Samkvæmt Vatíkaninu þá hefur ekkert slíkt endurtekið sig síðan þá.

Náði að sinna vinnu í dag

Páfinn er á Gemelli-sjúkra­húsinu í Róm og í síðasta mánuði þurfti að gefa honum blóð vegna blóðflagnafæð og blóðleysis. Vatíkanið tekur fram í tilkynningu sinni í kvöld að samkvæmt blóðrannsóknum þá sé það með ágætum.

Frans hélt í dag áfram öndunaræfingum og sjúkraþjálfun, var ekki með hita og náði að sinna smá vinnu í morgun og síðdegis, að sögn Vatíkansins.

Þrátt fyrir stöðugt ástand núna segja læknarnir ómögulegt að segja til um það hvernig það muni þróast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert