Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fellt úr gildi umfangsmikilla tolla sem tóku gildi fyrr í vikunni gegn Mexíkó og Kanada. Hann er þó ekki að falla frá tollunum alfarið en hann segir að verið sé að fresta gildistökunni.
Í byrjun viku tóku í gildi 25% tollar á allar innfluttar vörur frá Kanada og Mexíkó og markaðir um heim allan brugðust ókvæða við.
Nú hefur hann frestað gildistökunni og er því áfram unnið eftir fríverslunarsamningnum United States-Mexico-Canada Agreement (USMCA). Eins og fyrr segir þá er aðeins um frestun að ræða því tollarnir eiga nú að taka gildi 2. apríl.
Fyrr í kvöld hafnaði Trump því að markaðir væru á niðurleið vegna tollastríða hans en Scott Lincicome, hagfræðingur hjá Cato hugveitunni, segir að Trump sé að bregðast við efnahagslegum raunveruleika.
Samkvæmt Lincicome var ákvörðun Trumps viðurkenning á því að tollar trufli aðfangakeðjur, að kostnaður tolla falli á neytendur og „að markaðnum líki ekki við þá og alls ekki við óvissuna í kringum þá,“ sagði Lincicome í samtali við AFP fréttastofuna.