Trump: Leysið gíslana úr haldi eða þið eruð dauð

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir skýr skilaboð til Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Forsetinn skipar samtökunum að sleppa tafarlaust öllum þeim gíslum sem þeir eru með í haldi.

Trump hótar frekari eyðileggingu á Gasa verði gíslunum ekki sleppt.

„Ykkar er valið. Sleppið gíslunum strax og skilið líkum þeirra sem þið hafið myrt. Annars er þetta búið spil hjá ykkur. Þetta er síðasta viðvörun,“skrifar Trump í færslu á samfélagsmiði sinn, Truth Social.

Trump segir að Bandaríkin muni senda Ísraelsmönnum allt sem þeir þurfi á að halda til að ljúka verkinu.

Hann sendir einnig íbúum Gasa skilaboð.

„Ykkar bíður björt framtíð en ekki ef gíslunum verður ekki sleppt. Ef þeir verða ekki leystir úr haldi eru þið dauð. Takið góða ákvörðun. Leysið gíslana úr haldi eða eða ykkar mun bíða helvíti!“.

Af þeim 251 sem voru teknir í gíslingu í árás Hamas-samtakanna 7. október 2023 eru 58 enn á Gasa, þar af 34 sem ísraelski herinn hefur staðfest að séu látnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert