Vilja afturkalla dvalarleyfi 240 þúsund Úkraínumanna

Donald Trump við ræðu sína í Bandaríkjaþingi á þriðjudagskvöld.
Donald Trump við ræðu sína í Bandaríkjaþingi á þriðjudagskvöld. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hyggst afturkalla tímabundið dvalarleyfi um 240.000 Úkraínumanna sem flúið hafa til landsins vegna innrásarstríðs Rússa.

Reuters greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum innan ríkisstjórnarinnar.

Verði dvalarleyfin afturkölluð þá gætu Úkraínumennirnir átt það brátt á hættu að verða vísað úr landi.

Búist er við að þau verði afturkölluð jafnvel strax í apríl en það myndi marka algjöran viðsnúning frá þeirri stefnu sem forsetinn Joe Biden hafði, um að taka vel á móti úkraínsku flóttafólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert