Karlmaður vopnaður skotvopni og hnífi var yfirbugaður af farþega og flugmanni um borð í flugvél Jetstar í Ástralíu.
Maðurinn var klæddur upp sem viðgerðarmaður og var síðar handtekinn á Avalon-flugvellinum í Viktoríuríki.
Sky News greinir frá því að lögreglan hafi fengið tilkynningu um atvikið klukkan 14.50 í dag þegar maðurinn reyndi að fara um borð í vélina. Skipulagður brottfarartími vélarinnar, sem var á leið til Sydney, var 14.55.
Courageous passenger saved the day as he subdued an alleged offender on Avalon Airport flight : A teenager who allegedly boarded a Jetstar flight bound for Sydney Australia armed with a shotgun has been arrested on the plane, forcing Victoria's Avalon Airport into lockdown.
— FL360aero (@fl360aero) March 6, 2025
The… pic.twitter.com/BCWiMhJXGt
Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn áður en hann fór um borð. Á myndefni úr flugvélinni má sjá farþega og flugmann vélarinnar yfirbuga manninn þar sem hann er kominn inn í vélina.
Maðurinn er sagður hafa farið um borð í flugvélina undir því yfirskyni að hann þyrfti að sinna viðgerðum. Farþegar og áhöfn, þar á meðal flugmaðurinn, tóku þá eftir vopnum sem maðurinn var með á sér.
Maðurinn var í kjölfarið yfirbugaður af farþega í fremstu röð og flugmanninum, að sögn sjónarvotta.