Lestir Eurostar á milli Frakklands og Bretlands og allar aðrar lestarferðir voru stöðvaðar á Gare du Nord, fjölförnustu lestarstöð í Evrópu, í morgun eftir að ósprungin sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni fannst skammt frá.
BBC greinir frá. Sprengjan fannst á miðjunum lestarteinunum á svæði Saint-Denis í úthverfi Parísar að sögn franskra fjölmiðla.
Fjórum lestarferðum frá St Pancras-stöðinni í London hefur verið aflýst hingað til, en fyrstu sex lestunum sem fara frá París til London hefur einnig verið aflýst.
„Vegna hluta á brautunum nálægt Paris Gare du Nord, eigum við von á truflunum á þjónustu okkar. Vinsamlegast breyttu ferð þinni fyrir annan ferðadag,“ segir í upplýsingum Eurostar til farþega en langar biðraðir hafa myndast á lestarstöðinni eftir lestarsamgöngur voru stöðvaðar.
Sprengjur í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni finnast reglulega í kringum Frakkland en mjög sjaldan á jafn þéttbýlu svæði.
BREAKING: All Eurostar trains to London have been cancelled after an unexploded Second World War bomb was found near train trackshttps://t.co/O7D7GbdXPg
— Sky News (@SkyNews) March 7, 2025
📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/yhjPsYu3qG