Tugir féllu í átökum sýrlenskra hersveita og hollvina Assad

Liðsmenn sýrlensku öryggissveitanna.
Liðsmenn sýrlensku öryggissveitanna. AFP

Meira en 70 hafa verið drepnir í bardaga milli sveita nýju ráðamanna í Sýrlandi og bardagamanna sem eru hliðhollir Bashar al-Assad, fyrrum forseta.

BBC greinir frá. Þetta eru verstu átök í Sýrlandi frá því uppreisnarmenn steyptu Assad af stóli í desember síðastliðinn.

Útöngubann hefur verið sett á í hafnarborgunum Latakia og Tartous þar sem átök hafa brotist út og einnig hafa borist fregnir af átökum í borgunum Homs og Aleppo.

Í gærkvöldi greindi sýrlenska fréttastofan Step frá því að stjórnarhersveitir hefðu drepið um 70 fyrrum stjórnarhermenn og handtekið 25.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert