Á sjötta hundrað saklausir borgarar teknir af lífi

Sýrlenskir hermenn í hafnarborginni Latakia í gær.
Sýrlenskir hermenn í hafnarborginni Latakia í gær. AFP/SANA

Að minnsta kosti 532 óbreytt­ir borg­ar­ar af trú­arminni­hluta­hópi ala­víta hafa verið drepn­ir í Sýr­landi síðan á fimmtu­dag. Sýr­lenska mann­rétt­inda­vakt­in grein­ir frá þessu.

Átök brut­ust út á fimmtu­dag­inn á milli her­sveita nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í Sýr­landi og bys­su­m­anna sem halda trú við Bash­ar al-Assad, fyrr­ver­andi for­seta, sem sjálf­ur er ala­víti.

Sýr­lenska mann­rétt­inda­vakt­in seg­ir að sak­laus­ir borg­ar­ar hafi verið tekn­ir af lífi við heim­ili sín. Í kjöl­farið hafi sýr­lensk­ir her­menn og stuðnings­menn nýrr­ar rík­is­stjórn­ar rænt heim­ili þeirra látnu.

Í heild­ina hafa 745 lát­ist frá því á fimmtu­dag. Til viðbót­ar við sak­lausu borg­ar­ana hafa 93 stuðnings­menn nýrr­ar rík­is­stjórn­ar fallið og 120 stuðnings­menn Assads.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert