„Ein grimmilegasta árásin“

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Nicolas Maeterlinck

„Þetta var ein grimmilegasta árásin,“ segir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti um flugskeytaárás Rússa sem varð ellefu manns að bana í Donétsk í dag. Fimmtíu manns eru særðir, þar á meðal tíu ára stelpa.

Árásin varð í borginni Do­bropillia en þangað skutu Rúss­ar tveim­ur flug­skeyt­um sem hæfðu níu íbúðabygg­ing­ar og versl­un­ar­kjarna. Sprengjum rigndi svo aftur yfir svæðið eftir að viðbragðsaðilar höfðu mætt og voru að störfum á svæðinu. 

Úkraínuforsetinn segir á samfélagsmiðlinum X í kvöld að árás Rússa hafi verið þaulskipulögð til að valda sem mestum skaða. Í yfirlýsingunni þakkar hann leiðtogum vinaþjóða fyrir að fordæma árásir síðustu daga. Segir hann ljóst að Rússar leitist ekki eftir að binda enda á stríðið – árásin sé þess til marks.

25 látnir eftir síðustu daga

Rúss­ar hæfðu auk þess heim­ili og innviði í árás­um í Karkív og Odessa en alls féllu níu manns í árás­um á öðrum svæðum í gær og í dag.

Árás­um Rússa hef­ur fjölgað á síðustu dög­um eft­ir að Banda­rík­in frystu hernaðaraðstoð til Úkraínu og hættu að deila leyniþjón­ustu­gögn­um með land­inu. Alls hafa að minnsta kosti 25 manns látið lífið í árásum Rússa síðan þá.

Á sama tíma held­ur Úkraína áfram með gagnárás­ir sín­ar en varn­ar­málaráðuneyti Rússa seg­ist hafa skotið niður 31 dróna í nótt.

Að minnsta kosti 11 manns létust í einni árás í …
Að minnsta kosti 11 manns létust í einni árás í Dobropillia í Donétsk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert