Fyrsta aftakan með aftökusveit í 15 ár

Brad Sigmon var 67 ára gamall.
Brad Sigmon var 67 ára gamall. AFP

Af­töku­sveit tók hinn 67 ára gamla Brad Sig­mon af lífi í gær í Suður-Karólínu. Þetta var í fyrsta sinn sem banda­rísk­ur fangi hef­ur verið tek­inn af lífi með þess­um hætti síðan árið 2010.

Sig­mon var dæmd­ur til dauða fyr­ir að hafa barið for­eldra fyrr­ver­andi kær­ustu sinn­ar til dauða með hafna­bolta­kylfu árið 2001.

Sig­mon var tek­inn af lífi í Broad Ri­ver-fang­els­inu í Col­umb­ia-borg af þriggja manna af­töku­sveit klukk­an 18:05 á staðar­tíma. Hann var úr­sk­urðaður lát­inn þrem­ur mín­út­um síðar.

Fjöl­miðlafólk sem varð vitni að af­tök­unni fyr­ir aft­an skot­helt gler greindi frá því að Sig­mon hefði verið klædd­ur í svart­an íþróttagalla með lítið rautt skot­mark úr papp­ír yfir hjart­astað og hafi verið fest­ur í stól.

Vildi binda enda á dauðarefs­ing­ar

Í síðustu yf­ir­lýs­ingu sinni sem lögmaður hans las sagðist Sig­mon vilja senda skila­boð kær­leika og hvatti kristi­leg trú­systkini sín til að hjálpa við að binda enda á dauðarefs­ing­ar.

Hetta var síðan sett yfir höfuð Sig­mon. Tveim­ur mín­út­um síðar skutu sjálf­boðaliðar fang­els­is­mála­yf­ir­valda í Suður-Karólínu úr riffl­um sín­um í gegn­um rauf í vegg sem var í um fimm metra fjar­lægð.

Anna Dobb­ins, fjöl­miðlakona hjá WYFF News 4-sjón­varps­stöðinni, sagði að skot­un­um hefði verið öll­um hleypt af í einu og því hefði verið um „eitt hljóð“ að ræða.

„Hend­ur hans kreppt­ust,“ sagði Dobb­ins. „Eitt­hvað í mitti hans hreyfðist – ég ætla ekki endi­lega að segja að það hafi verið and­ar­drætt­ir, ég veit það ekki al­veg – en það var ein­hver hreyf­ing sem átti sér stað þar í tvær til þrjár sek­únd­ur.“

„Þetta gerðist mjög hratt,“ sagði hún og bætti við: „Ég sá blóðslettu þegar byssu­kúl­urn­ar hæfðu lík­ama hans. Það var ekki mikið magn, en það var sletta.“

Sett­ur  í „ómögu­lega“ stöðu

Sig­mon játaði að hafa myrt Dav­id og Gla­dys Lar­ke árið 2001. Hann hafði biðlað til Hæsta­rétt­ar að fresta af­tök­unni á síðustu stundu en þeirri beiðni var hafnað.

Þá hafnaði Henry McMa­ster rík­is­stjóri að beiðni Sig­mon um náðun.

„Dauði Brad var hrylli­leg­ur og of­beld­is­full­ur,“ sagði lögmaður Sig­mon í yf­ir­lýs­ingu.

„Það er óskilj­an­legt að árið 2025 taki Suður-Karólína einn af borg­ur­um sín­um af lífi á þenn­an blóðuga máta.“

Lögmaður­inn sagði að Sig­mon hafi valið af­töku­sveit­ina eft­ir að hafa verið sett­ur í „ómögu­lega“ stöðu, neydd­ur til að ákveða hvernig hann myndi deyja.

Hann sagði að raf­magns­stól­inn myndi kveikja í hon­um lif­andi og að bann­væn sprauta þýddi að hann þyrfti lík­lega að þjást í lang­an tíma, líkt og síðustu þrír menn­irn­ir sem hafa verið tekn­ir af lífi í rík­inu.

Stærst­ur hluti fanga dauðadeilda Banda­ríkj­anna hef­ur verið tek­inn af lífi með spraut­unni frá ár­inu 1976 er Hæstirétt­ur tók aft­ur upp dauðarefs­ing­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert