Myrti mann fyrir að hafa fjarlægt hann úr spjallhópi

WhatsApp er í eigu Meta.
WhatsApp er í eigu Meta. AFP

Pakistanskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut stjórnanda WhatsApp-hóps sem fjarlægði hann úr hópnum.

Mushtaq Ahmed var skotinn til bana á fimmtudagskvöld í borginni Peshawar í Khyber Pakhtunkhwa-héraði, nærri landamærum Pakistan að Afganistan.

Árásarmaðurinn hefur verið nefndur Ashfaq af lögreglu.

Ahmed á að hafa fjarlægt Ashfaq úr spjallhópnum á miðlinum WhatsApp eftir rifrildi.

Bróðir Ahmed sagði í samtali við AFP-fréttaveituna að mennirnir hefðu ætlað að hittast og sættast, en að Ashfaq hafi mætt með byssu og hleypt af með þeim afleiðingum að Ahmed lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert