Áætlun um flutning Palestínubúa að taka á sig mynd

Áætlun Ísraelsmanna er byggð á hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Áætlun Ísraelsmanna er byggð á hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta. AFP

Áætlun byggð á hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínumenn frá Gasa er að taka á sig mynd að sögn Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael.

„Áætlunin er að taka á sig mynd og við erum að grípa til aðgerða í samráði við Bandaríkin. Þetta gæti haft söguleg áhrif á Mið-Austurlönd og á Ísraelsríki,“ sagði Smotrich á ísraelska þinginu.

Áætlunin hefur verið gagnrýnd af ýmsum sérfræðingum sem líta á hana sem brot á alþjóðalögum.

Smotrich segist þó ekki hafa áhyggjur af því, hann átti sig þó á því að margar hindranir séu til staðar svo sem að fá önnur ríki til þess að taka við Palestínumönnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert