Að minnsta kosti 16 fórust í flóðum

Maður heldur á barni í Bahia Blanca í gær.
Maður heldur á barni í Bahia Blanca í gær. AFP/Pablo Presti

Að minnsta kosti 16 manns hafa látið lífið vegna skyndiflóða í hafnarborginni Bahia Blanca í Argentínu. 

Þá er systra saknað sem hefur ekki spurst til eftir flóðin. Þær eru eins og fimm ára. 

Ársrigning á nokkrum klukkustundum

Bahia Blanca er í suðurhluta Buenos Aires-héraðs en þar er ein stærsta höfn landsins.

Ársrigning rigndi niður á nokkrum klukkustundum á föstudag og flæddi yfir fjölda hverfa og vega.

Federico Susbielles borgarstjóri sagði á blaðamannafundi í dag að flóðin hefðu valdið 400 milljóna dollara tjóni á mannvirkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert