Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir engan hafa hótað að loka fyrir tengingu Úkraínu við gervihnattanetkerfið Starlink. Kerfið hefur reynst úkraínska hernum dýrmætt undanfarin ár þar sem hann berst við innrásarher Rússa.
Þetta segir Rubio í tilefni af skrifum pólska utanríkisráðherrans Radoslaws Sikorski fyrr í dag, sem sjálfur lagði út af skrifum viðskiptajöfursins Elons Musk.
Musk kvaðst hafa skorað á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að eiga við sig slagsmál um örlög Úkraínu. Bætti hann við að Starlink-kerfið sitt – en það er rekið af SpaceX í eigu Musks – væri hryggjarstykkið í úkraínska hernum.
„Öll fremsta víglína þeirra hryndi ef ég slökkti á því,“ skrifaði Musk á miðil sinn X, sem hann keypti árið 2022.
Fullyrti Musk að honum ofbyði áralangt blóðbað í þrátefli sem hann sagði Úkraínumenn myndu á endanum tapa.
I literally challenged Putin to one on one physical combat over Ukraine and my Starlink system is the backbone of the Ukrainian army. Their entire front line would collapse if I turned it off.
— Elon Musk (@elonmusk) March 9, 2025
What I am sickened by is years of slaughter in a stalemate that Ukraine will…
Ummæli Musks vöktu viðbrögð í Póllandi.
Sikorski benti á að Starlink-tenging Úkraínu væri fjármögnuð af pólskum stjórnvöldum, sem borguðu fyrir það um 50 milljónir bandaríkjadala á ári.
„Burtséð frá siðferðinu í því að hóta fórnarlambi árásarinnar, ef SpaceX reynist ótrygg þjónusta þá munum við neyðast til að leita að öðrum þjónustuveitendum.“
Starlinks for Ukraine are paid for by the Polish Digitization Ministry at the cost of about $50 million per year.
— Radosław Sikorski 🇵🇱🇪🇺 (@sikorskiradek) March 9, 2025
The ethics of threatening the victim of aggression apart, if SpaceX proves to be an unreliable provider we will be forced to look for other suppliers. https://t.co/WaJWCklgPE
Kollegi Sikorskis hinum megin Atlantshafsins hefur sitt um þetta að segja.
Í tísti nú fyrir skemmstu segir hann þetta aðeins tilbúning hjá Sikorski.
„Enginn hefur hótað því að aftengja Úkraínu við Starlink,“ skrifar hann.
„Og segðu takk fyrir því að án Starlink þá hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru á landamærunum við Pólland einmitt núna.“
Just making things up.
— Marco Rubio (@marcorubio) March 9, 2025
No one has made any threats about cutting Ukraine off from Starlink
And say thank you because
without Starlink Ukraine would have lost this war long ago and Russians would be on the border with Poland right now https://t.co/ImeiHFgaaw
Uppfært: