Fimm látnir eftir sprengjuárásir í Tælandi

Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill og mun nú aukast.
Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill og mun nú aukast. AFP

Fimm eru látnir og þrettán slasaðir eftir sprengjuárásir í suðurhluta Tælands í gærkvöldi. Árásirnar áttu sér stað fyrir utan ráðhús annars vegar og á þjóðvegi hins vegar.

Átök hafa geisað í suðurhluta landsins seinustu áratugi en múslímar eru þar í meirihluta og hafa þeir barist fyrir frekari sjálfsstjórn en meirihluti Tælendinga eru búddistar. Talið er að sjö þúsund manns hafi látist frá því að átökin hófust.

Öryggissveitir hafa verið með mikinn viðbúnað á svæðinu seinustu áratugi og ljóst er að sá viðbúnaður eykst nú í kjölfar árásanna.

Paethongtarn Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, sagðist í viðtali við blaðamenn harma árásirnar og að ljóst væri að auka þurfi viðbúnað á svæðinu og þá sér í lagi á næturnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert