Íranir, Rússar og Kínverjar saman á heræfingum

Æfingarnar fara fram í Íran þar sem Ali Khameini æðstiklerkur …
Æfingarnar fara fram í Íran þar sem Ali Khameini æðstiklerkur ræður ríkjum. AFP

Sjó­her­ir Írana, Rússa og Kín­verja munu nú í vik­unni hefja sam­eig­in­leg­ar hernaðaræf­ing­ar við strend­ur Íran; þetta er gert í því skyni að efla sam­stöðu gegn þeirri ógn sem rík­in telja að stafi af Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt fréttamiðlum í Íran er ætl­un­in að æf­ing­ar hefj­ist á þriðju­dag­inn við suðaust­ur­strönd Íran en ekki er víst hve lengi æf­ing­ar munu standa yfir. Rík­in þrjú munu öll senda mikið magn af stór­um her­skip­um til æf­ing­anna.

Banda­menn þjóðanna munu vera viðstadd­ir til þess að fylgj­ast með æf­ing­un­um en bú­ist er við full­trú­um frá til að mynda Suður-Afr­íku, Kasakst­an og Srí Lanka.

Íranski her­inn hef­ur sein­ustu miss­eri verið með mik­inn viðbúnað á þeim slóðum þar sem æf­ing­arn­ar munu fara fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert