Líta enn á Bandaríkin sem náinn bandamann

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Evr­ópu­sam­bandið lít­ur enn á Banda­rík­in sem ná­inn banda­mann sinn þrátt fyr­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafi í sí­fellu harðlega gagn­rýnt sam­bandið síðastliðnar vik­ur. Þetta sagði Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, á blaðamanna­fundi í dag.

Von der Leyen var spurð á fund­in­um hvort tími væri kom­inn til þess að breyta sam­bandi Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna líkt og Evr­ópu­sam­bandið hef­ur áður gert gagn­vart Kína. 

„Ég ætla að vera al­gjör­lega skýr með það að svarið við þessu er al­veg skýrt nei. Sam­band okk­ar við Banda­rík­in er gjör­ólíkt því sam­bandi sem við eig­um við Kína. Að sjálf­sögðu eru Banda­rík­in banda­menn okk­ar,“ sagði von der Leyen.

Von der Leyen hélt svo áfram og sagði að þrátt fyr­ir að það væri margt sem sundraði Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu­sam­band­inu þessa stund­ina væri mik­il­vægt að horfa á þá hags­muni sem þess­ir aðilar eiga sam­eig­in­lega, það væru afar rík­ir hags­mun­ir.

Orðræðan hljóti að vekja Evr­ópu

Sú stefnu­breyt­ing sem að Banda­rík­in hafa tekið upp á síðkastið hlýt­ur að verða til þess að Evr­ópa vakni að sögn von der Leyen. Hún seg­ir að nú sé tím­inn fyr­ir Evr­ópu til þess að styrkja sig í varn­ar­mál­um og auka sjálf­stæði sitt í þeim efn­um. 

Evr­ópu­sam­bands­rík­in samþykktu fyrr í vik­unni að í sam­ein­ingu myndu þau auka fram­lög sín til varn­ar­mála um átta hundruð millj­arða evra. Trump hef­ur sett pressu á það að Evr­ópa auki fram­lag sitt til varn­ar­mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert