Bandaríska öryggisþjónustan skaut mann nærri Hvíta húsinu í morgun.
ABC News greinir frá því að maðurinn hafi verið vopnaður skotvopni. Hann var skotinn af öryggisþjónustunni og er slasaður.
Í tilkynningu öryggisþjónustunnar sagði að lögregla í Washington-borg hefði haft samband við öryggisþjónustuna vegna mannsins sem var í sjálfsvígshugleiðingum.
Sagði að maðurinn hefði ferðast frá Indíana til Washington.
Liðsmenn öryggisþjónustunnar fundu bíl mannsins í borginni um miðnætti. Bifreiðinni var lagt við Eisenhower-bygginguna sem er við hliðina á Hvíta húsinu.
Þá sagði í tilkynningunni að maðurinn sæist gangandi nærri bílnum.
Er viðbragðsaðilar nálguðust hann tók maðurinn upp skotvopn og hleypti af, sem leiddi til þess að hann var skotinn.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og er ekki vitað um ástand hans.
Liðsmenn öryggisþjónustunnar slösuðust ekki við atvikið.
Málið er nú til rannsóknar.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Secret Service Uniformed Division Chief Michael Buck provided an on-scene media briefing. Our preliminary statement is below. The @DCPoliceDept will lead the investigation, as they are the primary agency responsible for use-of-force incidents within the District of Columbia. pic.twitter.com/Aqv6djUzbV
— Anthony Guglielmi (@SecretSvcSpox) March 9, 2025