Úkraínumenn greindu frá því að Rússar hefðu skotið á loft yfir 100 drónum yfir Kænugarð og önnur héruð Úkraínu í nótt.
Drónaárásirnar voru gerðar í kjölfar mannskæðra árása á austur- og norðausturhluta Úkraínu síðustu tvo daga sem kostuðu að minnsta kosti 14 manns lífið.
Viðræður fara fram í Sádi-Arabíu á þriðjudag þar sem Bandaríkjamenn vonast til þess að koma á vopnahléi og búa til áætlun um friðarsamkomulag eftir að Bandaríkjamenn gerðu hlé á úkraínskri hernaðaraðstoð, auk þess að hætta að deila leyniþjónustuupplýsingum með Úkraínumönnum.
Úkraínski flugherinn greindi frá því að 119 rússneskir drónar hefðu verið sendir til Úkraínu í nótt. 71 var skotinn niður við Kænugarð og í öðrum héruðum, aðrir ollu ekki skaða.