„Verðum að varðveita einingu þjóðarinnar“

Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands.
Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands. AFP

Ah­med al-Sharaa, for­seti Sýr­lands, kallaði eft­ir sam­stöðu og friði í rík­inu eft­ir að fleiri en þúsund manns voru drepn­ir við strend­ur Sýr­lands í mestu átök­um síðan Bash­ar al-Assad var steypt af stóli. 

Of­beldið braust út á fimmtu­dag á milli nýrra ör­ygg­is­sveita og stuðnings­manna fyrri rík­is­stjórn­ar á svæði þar sem Ala­vít­ar eru í meiri­hluta. Assad var Ala­víti og var trú­ar­hóp­ur­inn áber­andi í stjórn hans. 

Átök­in hafa stig­magn­ast síðustu daga og eru nú mesta áskor­un nýrra stjórn­valda sem tóku við eft­ir að Assad var steypt af stóli í des­em­ber. 

„Við verðum að varðveita ein­ingu þjóðar­inn­ar og borg­ara­leg­an frið, að vilja Guðs, eins og hægt er svo við get­um búið sam­an í þessu landi,“ sagði Sharaa for­seti.

Sýr­lenska mann­rétt­inda­vakt­in greindi frá því að 745 Ala­vít­ar voru tekn­ir af lífi í héruðunum Latakia og Tatus. 

Þá lét­ust 125 liðsmenn ör­ygg­is­sveit­anna og 148 upp­reisn­ar­menn sem styðja Assad.

Sýr­lensk­ir fjöl­miðlar greina frá því að liðsauki ör­ygg­is­sveit­anna hafi verið send­ur til héraðanna. 

Sýrlenskir fjölmiðlar greina frá því að liðsauki öryggissveitanna hafi verið …
Sýr­lensk­ir fjöl­miðlar greina frá því að liðsauki ör­ygg­is­sveit­anna hafi verið send­ur til héraðanna. AFP

Ráðist inn á heim­ili

Sam­ir Hai­dar, 67 ára gam­all íbúi í Ban­iyas, sagði við AFP-frétta­veit­una að tveir bræður hans og frænka hafi verið drep­in af „vopnuðum hóp­um“ er þeir réðust inn á heim­ili fólks. Þá sagði hann að marg­ir þeirra hafi verið út­lend­ing­ar. 

Hass­an Abd­ul Ghani, talsmaður varn­ar­málaráðuneyt­is Sýr­lands, sagði ör­ygg­is­sveit­irn­ar hafa „komið á stjórn“ á svæðum þar sem stuðnings­menn Assad gerðu árás­ir. 

„Það er strang­lega bannað að nálg­ast eða ráðast á ein­hvern inni á heim­il­um þeirra,“ sagði talsmaður­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert