Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada

Mark Carney.
Mark Carney. AFP

Mark Carney var í gærkvöld kjörinn leiðtogi Frjálslynda flokksins í Kanada og tekur hann því við embætti Justin Trudeau sem forsætisráðherra landsins.

Búist er við því að Carney leiði flokkinn í þingkosningum sem fram fara í Kanada í október en möguleiki er á því að kosningunum verði flýtt. Trudeau tilkynnti í janúar að hann myndi láta af embætti.

Carney hlaut 85,9 prósent greiddra atkvæða. Hann er 59 ára gamall og starfaði sem seðlabankastjóri Kanada á árunum 2008 til 2013 og var bankastjóri Englandsbanka árin 2013 til 2020.

Í sigurræðu sinni varaði Carney við að Bandaríkin undir stjórn Donalds Trumps væru að reyna að ná yfirráðum yfir Kanada.

„Bandaríkjamenn vilja auðlindir okkar, vatn og land,“ sagði hann en Trump hefur ítrekað hótað að innlima Kanada og gera það að 51. ríki Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert