Olíuskip og fraktskip í ljósum logum á Norðursjó

Olíuskipið er sagt hafa verið „við akkeri“ þegar áreksturinn varð …
Olíuskipið er sagt hafa verið „við akkeri“ þegar áreksturinn varð á tíunda tímanum í morgun. Skjáskot

Strandgæsla Bretlands hefur verið ræst út eftir að olíuflutningaskip og fraktskip skullu saman austur af ströndum Englands.

Kviknað hefur í báðum skipunum og talið er að í það minnsta 32 séu slasaðir.

Viðbragðsaðilum var til­kynnt um árekst­ur­inn, sem varð austur af ströndum Grimsby, kl. 09.48 að ís­lensk­um tíma.

Ol­íu­skipið er talið vera Stena Immacula­te, sem sigl­ir und­ir banda­rísku flaggi, meðan frakt­skipið nefn­ist Solong, sem sigl­ir und­ir portú­gölsku flaggi. Navy Lookout, sem ber fregnir af breska sjóhernum, greinir frá því að olíuskipið hafi verið við akkeri þegar áreksturinn varð.

Hið minnsta 32 eru manns hafi verið fluttir að höfninni í Grimsby, að sögn Sky News. Miðillinn greindi frá því eftir kl. 14 að þeir væru allir á lífi.

Reuters hefur eftir talsmönnum strandgæslunnar að þyrla, flugvél og björgunarbátar hafi verið ræst út.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert