Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta afsökunar eftir spennuþrunginn fundar þeirra í Hvíta húsinu.
Þetta segir fulltrúi Trumps í Mið-Austurlöndum.
Eins og frægt varð var Selenskí beðinn um að yfirgefa Hvíta húsið eftir hitafund starfsbræðranna þar sem þeir Trump og J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sökuðu Selenskí um vanþakklæti og vanvirðingu.
„Selenskí sendi bréf til forsetans. Hann baðst afsökunar á atvikinu. Ég held að þetta hafi verið mikilvægt skref og það hefur verið mikil umræða á milli okkar og Úkraínumanna og Evrópubúa, sem eiga þátt í þessari umræðu líka,“ sagði Steve Witkoff, aðstoðarmaður Trumps, við Fox-fréttastöðina.