Eldar loga enn í skipum á Norðursjó

Eldar loga enn í olíuflutningaskipi sem flutti þotueldsneyti og flutningaskipi sem flutti eitruð efni tæpum sólarhring eftir að þau skullu saman austur af ströndum Englands í gærmorgun.

Skipverja Solong-fraktskipsins er enn saknað og hefur leit verið hætt eftir umfangsmikla leit að sögn bresku landhelgisgæslunnar. Leitaraðgerðir voru stöðvaðar seint í gærkvöld en breska strandgæslan bjargaði 36 skipverjum af báðum skipunum.

Eins skipverja er saknað.
Eins skipverja er saknað. Skjáskot

Sjóslysarannsóknardeild á vegum ríkisstjórnarinnar hefur hafið rannsókn á slysinu og ákvarða næstu skref og þörf fyrir viðbrögð vegna mengunarhættu.

Fraktskipið Solong, sem skall á 16 hnúta hraða á olíuflutningaskipinu Stena Immaculate, var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Það er eitrað duft, sem notað er meðal annars vegna vinnslu málmblendis og málmgrýtis og við rafúðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert