Gerðu stórfellda drónaárás á Moskvu

Flölbýlishús í Mosku illa farið eftir drónaárásina í nótt.
Flölbýlishús í Mosku illa farið eftir drónaárásina í nótt. AFP

Rússar segja að Úkraínumenn hafi gert stórfellda drónaárás á Moskvu og nærliggjandi svæði í nótt og er að minnsta kosti tveir látnir og níu særðir. Árásin er sögð vera sú umfangmesta frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.

Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, segir að 73 drónar á leið í átt að borginni hafi verið skotnar niður og að fjórir flugvellir í Mosvku hafi stöðvað flug tímabundið. Hann segir að samtals hafi 337 drónar verið skotnir niður víðs vegar um landið.

Drónaárásin varð nokkrum klukkustundum áður en bandarískir og úkraínskir ​​embættismenn hittast í Sádi-Arabíu til viðræðna um að binda enda á stríðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert