Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær grunaður um manndráp í tengslum við skipsskaða í Norðursjó í vikunni, sem olli miklum eldsvoða þar sem einn skipverji lést, er rússneskur ríkisborgari.
Frá þessu greinir eigandi skipsins í samtali við AFP-fréttaveituna en sá grunaði er skipstjóri á Solong-flutningaskipinu, sem er í eigu skipafélagsins Ernst Russ.
Í yfirlýsingu frá félaginu segir að skipstjórinn sé rússneskur en í áhöfninni voru Rússar og Filippseyingar.