Boðað til skyndikosninga í Portúgal

Forseti Portúgals hefur boðað til skyndikosninga eftir að Luis Montenegro, forsætisráðherra landsins, sagði af sér vegna ágreinings um hagsmunaárekstra.

Kosningarnar verða haldnar 18. maí og verða þriðju kosningarnar á rétt rúmum þremur árum í Portúgal.

Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals.
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals. AFP

Marcelo Rebelo de Sousa, forseti landsins, sagði að hann vildi bregðast hratt við til að forðast langvarandi óstöðugleika og bætti við í sjónvarpsávarpi að 18. maí væri sá dagur sem flokkarnir væru sáttir við.

Rebelo de Sousa hafði fundað með leiðtogum flokkanna í gær og fyrr í dag boðaði hann til fundar með ríkisráðinu, sem samanstendur aðallega af stjórnmálaleiðtogum, til samráðs áður en þingi yrði slitið.

Enginn vildi kosningar

Forsetinn sagði að enginn hefði átt von á þessum kosningum eða viljað þær á tímum erfiðra alþjóðlegra átaka.

Hann hvatti flokkana til að einbeita sér í kosningabaráttunni að vandamálum „sem valda Portúgölum áhyggjum í daglegu lífi“ eins og efnahagsmálum og heilbrigðisþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert