Fann vel fyrir stærsta skjálftanum

Eirikur Örn Pétursson stundar nám í eldfjallafræði í Napólí.
Eirikur Örn Pétursson stundar nám í eldfjallafræði í Napólí. Ljósmynd/Aðsend

Íslend­ing­ur sem stund­ar nám í eld­fjalla­fræði í Napólí á Ítal­íu seg­ist hafa fundið vel fyr­ir jarðskjálftun­um sem riðu yfir Napólí-svæðið í nótt en stærsti skjálft­inn mæld­ist 4,4 að stærð.

„Það varð smá hrist­ing­ur og ég fann vel fyr­ir stærsta skjálft­an­um en mestu skemmd­ir vegna skjálft­ans urðu í bæn­um Pozzu­oli sem er næst upp­tök­um skjálft­anna,“ seg­ir Ei­rík­ur Örn Pét­urs­son í sam­tali við mbl.is en hann er á öðru ári í meist­ara­námi sínu.

Ei­rík­ur seg­ist ekki vita til þess að það hafi orðið mikl­ar skemmd­ir í borg­inni. Eitt­hvað hafi verið um að hús­plöt­ur hafi fallið á bíla en í Pozzu­oli hafi orðið skemmd­ir á hús­um og bygg­ing­um og vitað er að fólk hafi eytt nótt­inni í tjöld­um ut­an­dyra eða í bíl­um sín­um. Skól­ar í bæn­um eru lokaðir í dag.

Fólk safnaðist saman á götum úti í nótt, nálægt fyrrum …
Fólk safnaðist sam­an á göt­um úti í nótt, ná­lægt fyrr­um her­stöð NATO í Bagnoli skammt frá Napólí, í kjöl­far jarðskjálft­anna. AFP

Þetta er einn stærsti jarðskjálfti sem íbú­ar í Napólí hafa fundið fyr­ir und­an­far­in ár en tveir minni skjálft­ar fylgdu þeim stærsta. Napólí er ná­lægt Campi Flagrei, stóru og virku öskju­eld­fjalli, sem gaus síðast árið 1538.

Ljóst að það verður gos í framtíðinni

„Þetta er stærsti skjálft­inn sem hef­ur mælst frá því þessi jarðskjálfta­hrina hófst fyr­ir tveim­ur árum. Það er al­veg ljóst að það verður gos á Campi Flagrei í framtíðinni en það er ekki hægt að segja til um það hvenær það verður,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Hann seg­ir að fylgst hafi verið með landrisi á þessu svæði all­ar göt­ur síðan 1950 og mis­mun­andi stærðum af gos­um sem gætu orðið.

Gaetano Man­fredi, borg­ar­stjóri Napólí, seg­ir í sam­tali við fjöl­miðla að tíu hafi verið flutt­ir til skoðunar á sjúkra­hús.

Hálf millj­ón manna býr á Napólí-svæðinu en í maí í fyrra urðu álíka stór­ir jarðskjálft­ar sem voru þeir stærstu í 40 ár. Þá urðu eng­in meiðsli á fólki en tals­verðar skemmd­ir urðu á hús­um og bygg­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert