Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Þegar 32 ára karlmanni frá Connecticut í Bandaríkjunum var bjargað úr brennandi húsi í síðasta mánuði greindi hann slökkviliðsmönnum frá því að hann hefði sjálfur kveikt í því í húsinu í örvæntingarfullri tilraun til að losna eftir meira en 20 ár í haldi.

Nú hefur stjúpmóðir hans verið ákærð fyrir grófa misnotkun og frelsissviptingu, að sögn lögreglunnar á staðnum í Waterbury, að sögn AP fréttastofunnar.

Maðurinn, sem er 32 ára gamall, segir að honum hafi verið haldið inni frá því hann var um 11 ára gamall.

Rannsókn lögreglunnar styður frásögn mannsins og sýnir að í rúma tvo áratugi hafi hann sætt kerfisbundinni misnotkun af hálfu stjúpmóður sinnar sem hafi beitt hann ómannúðlegri meðferð, ofbeldi og vanrækslu. Þá hafi hann ekki fengið læknis- eða tannlæknaþjónustu.

„Þjáningin sem fórnarlambið hefur lifað í meira en 20 ár er bæði hjartnæm og nánast ólýsanleg,“ segir Fernando Spagnolo lögreglustjóri við AP.

Stjúpmóðirin, hin 56 ára gamla Kimberly Sullivan, er meðal annars ákærð fyrir gróft ofbeldi, ólöglegt farbann og misþyrmingar. Hún var leidd fyrir dómara í gær og var úrskurðuð í gæsluvarðhald gegn tryggingu upp á 300 þúsund dollara.

Að sögn lögfræðings hennar neitar hún öllum sakargiftum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert