Líklega rangt að loka öllu

Helsta lífæð Óslóar þegar allt er með felldu, gata Karls …
Helsta lífæð Óslóar þegar allt er með felldu, gata Karls III Jóhanns, konungs Noregs og Svíþjóðar frá 1818 til 1844. Myndin er tekin á ellefta tímanum fimmtudagsmorguninn 4. febrúar 2021, nokkru eftir að næsta kórónulokunartímabil á eftir því sem hófst 12. mars 2020. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Norsk­ir fjöl­miðlar rifjuðu í gær upp 12. mars vorið 2020 þegar Erna Sol­berg þáver­andi for­sæt­is­ráðherra til­kynnti í sjón­varps­ávarpi til þjóðar­inn­ar að stór hluti þjóðfé­lags­ins lokaði dyr­um sín­um til að hindra út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar sem þá var tek­in að herða tök sín um alla Evr­ópu.

Sama dag greip Ísland til sinna lok­ana, Dan­mörk dag­inn eft­ir og Finn­land 16. mars. Sví­ar biðu og varð um­deilt.

Sol­berg og þáver­andi heil­brigðisráðherra, Bent Høie, voru bæði viðstödd blaðamanna­fund­inn sem hald­inn var til að til­kynna um lok­un­ina og kom fram í máli þeirra að eins og staðan væri hefði 621 kór­ónu­veiru­smit greinst í land­inu.

Eins metra regl­an og lokaðar mennta­stofn­an­ir urðu dag­leg­ur raun­veru­leiki þjóðar­inn­ar og 12. mars lagðist órætt og und­ar­legt and­rúms­loft yfir höfuðborg­ina Ósló þar sem blaðamaður var bú­sett­ur á þeim tíma – þjóðin hélt niðri í sér and­an­um og beið þess er verða vildi.

Høie og tommu­stokk­ur­inn

Fólk tók að heils­ast með oln­bog­um sín­um og „halda metr­an­um“ í varúðarskyni. Ein af mörg­um kunn­um tákn­mynd­um vors­ins 2020 í Nor­egi var Høie heil­brigðisráðherra með tommu­stokk­inn að minna á metr­ann.

Nem­end­ur og kenn­ar­ar rifja upp­lif­un sína upp í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK og kveður Mette Horn Eli­a­sen, sem á þess­um tíma var kenn­ari í full­orðins­fræðslu, sem meðal ann­ars þjón­ar inn­flytj­end­um og öðrum nýj­um not­end­um norskr­ar tungu, að henni hafi verið sér­stak­lega þung­bært að út­skýra fyr­ir er­lendu nem­end­un­um sín­um að nú yrðu þeir að halda sig heima.

„Þetta var þeim mjög þung­bær dag­ur. Þetta var okk­ur öll­um eitt­hvað nýtt og óraun­veru­legt,“ seg­ir Eli­a­sen og bæt­ir því við að eft­ir­hreyt­ur kór­ónu­veiru­ár­anna tveggja megi meðal ann­ars merkja af því að eft­ir sitji kannski ein­hvers kon­ar ótti við hið háska­lega og óþekkta. „Fólk er orðið var­ara um sig hvað hrein­læti snert­ir  og að snerta ekki hluti,“ seg­ir kenn­ar­inn.

Man dag­inn mín­útu fyr­ir mín­útu

Pre­ben Aavits­land, starf­andi for­stjóri norsku lýðheilsu­stofn­un­ar­inn­ar Fol­kehel­seinstituttet, seg­ir við NRK að eft­ir á að hyggja hafi ým­is­legt mátt meðhöndla ým­is­legt öðru­vísi í ár­daga kór­ónu­veirunn­ar. „Lík­lega voru það mis­tök að taka upp svo strang­ar varúðarregl­ur á landsvísu,“ seg­ir for­stjór­inn og bend­ir á Stórþingið hafi nú kom­ist að þeirri niður­stöðu að lok­un skól­anna hafi verið van­hugsuð.

„Ég man þenn­an dag næst­um mín­útu fyr­ir mín­útu,“ seg­ir heil­brigðisráðherr­ann þáver­andi Høie og kveðst í fram­hald­inu hafa séð sjálf­an sig utan frá mín­út­urn­ar áður en þau Sol­berg til­kynntu um stærsta inn­grip í líf norsks al­menn­ings á friðar­tím­um.

„Al­var­an var þung mín­út­urn­ar áður en við tók­um okk­ur stöðu í ræðupúlt­inu og til­kynnt­um um það sem ég vissi að kæmi til með að hafa áhrif á líf allra lands­manna,“ seg­ir Høie við NRK um ör­laga­dag í lífi Norðmanna 12. mars 2020, fyr­ir fimm árum í dag.

NRK

NRK-II (leiðtog­arn­ir rifja upp erfiða daga)

Netta­visen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert