17 látnir í óveðri í Bandaríkjunum

Frá Missouri þar sem tíu eru látnir.
Frá Missouri þar sem tíu eru látnir. AFP

Að minnsta kosti 17 hafa týnt lífi vegna mik­ils óveðurs sem geis­ar nú í nokkr­um ríkj­um miðhluta Banda­ríkj­anna en öfl­ug­ir hvirfil­byl­ir hafa valdið mikl­um usla og hafa mörg hús og bygg­ing­ar eyðilagst.

Með óveðrinu hef­ur fylgt þrumu­veður og hagl­él á stærð við tenn­is­bolta. Tré hafa rifnað upp með rót­um og raf­magns­lín­ur hafa víða fallið. Ótt­ast er að tala lát­inna eigi eft­ir að hækka.

Í Mis­souri hafa ell­efu lát­ist og marg­ir slasast í óveðrinu. Í Ark­ans­as-fylki hef­ur verið til­kynnt um þrjú dauðsföll hingað til og í Texas hafa yf­ir­völd greint frá því að að minnsta kosti þrír hafi far­ist.

Frek­ari hvirfil­bylj­um er spáð í Louisi­ana, Ark­ans­as, Mississippi og Tenn­essee.

Flutingabíll á hliðinni á við hraðbrauti í Missouri.
Flut­inga­bíll á hliðinni á við hraðbrauti í Mis­souri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert