17 látnir í óveðri í Bandaríkjunum

Frá Missouri þar sem tíu eru látnir.
Frá Missouri þar sem tíu eru látnir. AFP

Að minnsta kosti 17 hafa týnt lífi vegna mikils óveðurs sem geisar nú í nokkrum ríkjum miðhluta Bandaríkjanna en öflugir hvirfilbylir hafa valdið miklum usla og hafa mörg hús og byggingar eyðilagst.

Með óveðrinu hefur fylgt þrumuveður og haglél á stærð við tennisbolta. Tré hafa rifnað upp með rótum og rafmagnslínur hafa víða fallið. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.

Í Missouri hafa ellefu látist og margir slasast í óveðrinu. Í Arkansas-fylki hefur verið tilkynnt um þrjú dauðsföll hingað til og í Texas hafa yfirvöld greint frá því að að minnsta kosti þrír hafi farist.

Frekari hvirfilbyljum er spáð í Louisiana, Arkansas, Mississippi og Tennessee.

Flutingabíll á hliðinni á við hraðbrauti í Missouri.
Flutingabíll á hliðinni á við hraðbrauti í Missouri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert