„Ættu að styðja vopnahléssamning við Úkraínu“

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

„Rússar ættu að styðja vopnahléssamning við Úkraínu sem gæti leitt til varanlegs friðar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir rafrænan fund með leiðtogum, aðallega frá Evrópu og NATO-ríkjunum, í dag.

„Við ítrekum stuðning okkar við samkomulag Úkraínu um vopnahlé. Nú verða Rússar að sýna að þeir séu reiðubúnir að styðja vopnahlé sem leiðir til réttláts og varanlegs friðar,“ skrifar Ursula von der Leyen í færslu á samfélagmiðlinum X.

Hún þakkaði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, fyrir að halda fundinn með 25 öðrum leiðtogum þar sem þeir reyndu að halda uppi þrýstingi á Rússum og vernda hvers kyns vopnahlé í Úkraínu.

„Í millitíðinni munum við styðja styrkingu Úkraínu og herafla þess og auka varnarútgjöld í Evrópu,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert